Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

umfjöllun nefndar um brottvísanir hælisleitenda.

[14:14]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Eitt af því sem fellur undir fundarstjórn forseta er að fylgja því eftir að starfsreglum Alþingis sé fylgt. Hér erum við að tala um að samkvæmt starfsreglum er réttur til þess að biðja um að inn á nefndarfundi komi ákveðnir gestir. Þegar nefndarformenn ákveða að hunsa þær starfsreglur þá er voðinn vís vegna þess að þá erum við farin að hunsa þær reglur sem við höfum sett okkur sjálf. Mig langar bara að minna þingmenn stjórnarinnar á að sá tími mun koma að þeir verða í stjórnarandstöðu og þá vilja þeir örugglega hafa þennan möguleika opinn.