Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 27. fundur,  8. nóv. 2022.

heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu.

[14:49]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég vil bara ítreka það sem ég hóf máls á hér áðan og þakka öllum þeim sem hafa tekið undir það. Ég vil leyfa mér að halda að þetta hljóti að vera gáleysi því það er ekki bara verið að hvetja konur til að koma í Hörpu heldur er verið að hvetja okkur til að sýna gestrisni, sýna fram á að kurteisi kostar ekki neitt vegna þess að það erum jú við sem erum að halda þessa ráðstefnu kvenleiðtoga í heiminum. Það skýtur svolítið skökku við að maður skuli vera með samviskubit yfir því að fara í Hörpuna til að fylgja því boði í rauninni sem við höfum verið hvattar til að taka.