Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[17:17]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við séum bara stödd í miðri á við að rannsaka þetta mál. Það var enginn lokapunktur settur með skýrslu ríkisendurskoðanda. Við eigum bæði eftir að vinna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og við eigum eftir að fá skýrslu frá Fjármálaeftirlitinu. Ég ætla ekki að svara því hér og nú og fella áfellisdóm um það hvaða lög hafi verið brotin í þessum efnum. En þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Við erum ekkert hætt að rannsaka þetta. Það hefur oft komið fram og ég held að allir, við þingmenn sem sitjum hér og getum ekki annað, stjórnsýslan og ríkisstjórnin — ég held að hún sé öll af vilja gerð að rannsaka þetta betur.