Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[18:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég er ekki sammála því að ráðherra hafi vanrækt eftirlitsskyldu sína. Hann vissulega fór yfir þær upplýsingar sem hann fékk og átti lokaorðið um það hvort selja skyldi, þannig að ég sé ekki annað en að ráðherra hafi gert það sem honum er falið að gera en auðvitað með þær upplýsingar og það ferli í höndunum sem farið var í.