Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 31. fundur,  15. nóv. 2022.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

[20:11]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég get um margt endurtekið mín fyrri samskipti við hv. þm. Björn Leví Gunnarsson hérna rétt áðan. Ég heyri að hv. þingmaður er á því að þetta sé allt saman alveg kýrskýrt og algerlega á hreinu og sá eini sem beri ábyrgð á þessu öllu saman sé fjármálaráðherra. Ég er virðingarfyllst ósammála. Ég held að það fleiri séu ósammála þessari túlkun. Þetta er ekki sjálfstæð stofnun sem er sérstaklega búin til svo að viðkomandi ráðherra geti ekki haft afskipti af þeim ákvörðunum sem eru teknar. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé bara eins og einhver skrifstofa í viðkomandi ráðuneyti.