Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 33. fundur,  17. nóv. 2022.

menningarminjar.

429. mál
[13:03]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og í rauninni er engu við þetta að bæta. Við erum sem sagt á þeim stað að ef það verður ekki almennilega tekið til í þessum ranni núna þá sitjum við uppi með hauga af gaddavírsrusli vítt og breitt um landið, eins gæfulegt og það er nú. Ég öfunda engan sem þarf að hreinsa það upp, ég skal viðurkenna það. En ég hvet hæstv. ráðherra til dáða þannig að við getum gengið um landið okkar og svona blindmóri eins og ég t.d. segi, eigi ekki á hættu að vera hneppt í einhverja gaddavírsgildru þegar ég ætla að vera dugleg og bregða undir mig betri fætinum og ferðast um landið okkar.