Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:12]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hér hefur þetta mál verið rakið, tímalínan og samþykkt forsætisnefndar frá því í apríl. Af því að hæstv. forseti blandaði sér í umræðuna áðan þá væri gott ef hann gæti farið aðeins betur yfir þetta mál vegna þess að svo virðist sem einhver snurða hafi hlaupið á þráðinn þegar Ríkisendurskoðun og Lindarhvoll lögðust gegn birtingu greinargerðarinnar, en lögfræðiálit segir að það sé ekkert að því að birta hana. Var málið tekið aftur upp að frumkvæði hæstv. forseta eða eru einhverjir aðrir sem skiptu um skoðun á málinu í millitíðinni? Nú er herra forseti þekktur fyrir að ana ekkert að hlutunum en fyrr má nú vera. Þetta er búið að taka ansi langan tíma og það væri gott ef forseti myndi gera okkur aðeins grein fyrir af hverju það þurfti einhvern veginn að endurmeta stöðuna.