Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 34. fundur,  21. nóv. 2022.

greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol.

[15:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vildi bara koma hér upp og taka undir með þeim sem hér hafa talað. Þetta er eitt af þessum hrunmálum sem þarf að fara að gera upp. Þarna á bak við er mikil sorgarsaga, fullt af fólki sem missti eignir sínar og ég bara næ því ekki að við skulum enn þá vera með einhver leyndarmál á bak við þann harmleik. Ég spyr mig: Eins og forseti upplýsti áðan kom þetta fyrst út 2018 og hversu langan tíma á þetta að vera í lausu lofti, hversu langan tíma ætlar forsætisnefnd að taka sér? Getur forseti upplýst hvenær hann reiknar með niðurstöðu í þessu máli eða er það alveg gjörsamlega á huldu og engin leið að fá einhvern ákveðinn tíma á það hvenær þessu máli verður lokið?