153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[22:11]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Við erum tala um 90 milljarða sem verið er að hreyfa hér til í fjáraukalögum en við virðumst ekki eiga 150 milljónir til þess að sinna þeim sem eru verst stödd. Nú þegar verðbólgan er komin upp úr öllu valdi, vextir hafa verið hækkaðir og greiðslubyrði fólks af lánum hefur hækkað getum við ekki einu sinni sem þingheimur hunskast til þess að segja já við því að gefa fólki mat um jólin. Því segi ég já, frú forseti.