Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[02:30]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég hef heyrt af því að forseti ætli bara að láta þetta ganga, þetta er svona klassískur tuddaskapur þegar verið er aðeins að ögra dagskrárvaldinu sem meiri hlutinn tekur sér. Mjög svona klassískt: Já, við ætlum bara að ráða þessu, gera þetta bara samt. Við vorum að biðja um það rétt um miðnætti, hvort það væri ekki eðlilegt, eins og bara yfirleitt alltaf þegar það er fólk á mælendaskrá og það á eftir að flytja sína fyrstu ræðu og svoleiðis, að fresta umræðunni þangað til seinna. En nei, forseti ákveður bara að fara í tuddaskapinn án þess að tala við kóng eða prest, hvað þá þingflokksformenn eða aðra, um það hvernig eigi að haga þessu. Það kemur upp ákveðinn mótþrói í mér þegar svoleiðis er. Ég giska á að verið sé að gíra upp einhverja áróðursmaskínu um að við séum í einhverju málþófi eða eitthvað svoleiðis. Ég er einfaldlega rosalega á móti því að það sé svona fundarstjórn og ég ætla bara að sýna það í verki.