Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

aðgengi að sálfræðiþjónustu.

[15:44]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Fyrst vil ég byrja á því að segja að við höfum tvöfaldað fjölda sálfræðinga í heilsugæslunni. Við erum búin að koma á samningi Sjúkratrygginga og opna á niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Það er raunverulega bara opinn samningur en vissulega takmörkuð fjárheimild. (ÞKG: Er það niðurgreiðsla?) Síðan er þessi áætlun í gangi og nú er ég að koma með aðgerðaáætlun inn í þingið, þannig að það er búið að gera fjölmargt og geðheilsuteymin virka mjög vel. En það er gjarnan þannig þegar við opnum faðminn að þá birtist okkur þessi mikla þörf. Ég skal taka undir með hv. þingmanni að þörfin er mikil en við erum búin að opna faðminn, það liggur alveg fyrir, og við munum halda áfram að vinna og gera betur á þessu sviði. Ég held að við getum verið algerlega sammála um það, ég og hv. þingmaður.