Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:33]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 528, um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum, frá Birni Leví Gunnarssyni, og þskj. 573, um móttöku flóttafólks, frá Eydísi Ásbjörnsdóttur. Einnig hefur borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 524, um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum, frá Birni Leví. Gunnarssyni.