Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 49. fundur,  14. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[15:22]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég sé að atkvæðaskýring mín rétt í þessu náði ekki til neins. Ég sé að þau eru að fella þriðju breytingartillöguna sem var lögð fram hér, sem er samhljóða hinum breytingartillögunum. Þetta er eitthvað sem var gerð athugasemd við í gestakomum líka. Þetta er ekki stórtæk breyting. Þetta er ekki erfið breyting. Það er einfaldlega verið að taka út orðin „allt að“. Þetta gæti þýtt að við gætum bætt þetta kerfi til muna, þetta skiptir notendur mjög miklu máli en ég sé að það er samt verið að fella þetta. En ég meina, gaman að þessu, þetta er bara flott, takk.