Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:25]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þegar útgjaldaaukning ríkissjóðs er jafn stjórnlaus og nú er þá er auðvitað við því að búast að það þurfi að bæta í tekjurnar. Miðflokkurinn mun við þessa atkvæðagreiðslu greiða atkvæði gegn öllum skattahækkana- og gjaldatillögum ríkisstjórnarinnar. Það er þó ein tillaga sem við viljum sérstaklega benda á hér. Hér á að hækka um 173% gjald á heyrúlluplast, úr 30 kr. á kíló í 82 kr. Miðað við innflutt magn er þetta reikningur til bænda landsins upp á rétt tæpar 100 milljónir. Það fer ekki saman hvaða hug ríkisstjórnin segist bera til bænda landsins og síðan hvernig mál eru afgreidd hér á hennar forsendum.