Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[15:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tel mig ekki vera orðna firrta á neinn hátt. Ég stend við þessa tillögu sem við lögðum fram og ítreka að það er ekki verið að bíða eftir neinu. Hins vegar tel ég skynsamlegt að það verði farið í þessa skoðun, þ.e. að taka út stöðu fjölmiðla í hinum dreifðu byggðum. Ég tel að það sé mjög mikilvægt að fara í það og tel að það muni styðja enn frekar við að það þurfi mun meiri og aukinn stuðning og ekki síst við það að framleiða sjónvarpsefni í hinum dreifðu byggðum sem mér hefur ekki fundist vera sinnt af bestu getu fram til þessa af neinum, alla vega ekki ríkisfjölmiðli eða öðrum slíkum. Þannig að ég vil bara halda því til haga, frú forseti, að þessir peningar koma til með að nýtast vel, alveg klárlega, og við erum að leggja það til (Gripið fram í.) að ráðherra horfi til þess við úthlutun (Gripið fram í: Ráðherraúthlutun.) að úthlutunarreglur sem undir verða verði með þeim hætti að dreifbýlismiðlarnir njóti meira. (Gripið fram í: Við erum með lög.)