Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[15:49]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Þann 7. desember sendi ég fyrirspurn á fjárlaganefnd um hvort það hefði verið kannað hvort einhverjir hagsmunaárekstrar væru vegna þessara tillagna meðal þingmanna almennt. Svarið við því var einfalt nei, en samt vitum við á þeim tímapunkti, 7. desember, að hv. þm. Stefán Már Stefánsson hafði sagt sig frá afgreiðslu einnar tillögu sem kom fram síðan í áliti meiri hlutans. Af hverju var ekki greint frá því þá að það væri hagsmunaárekstur í gangi? Allt þetta mál frá 1. desember þegar tillagan kemur fram, þegar meiri hlutinn leggur fram sína tillögu til afgreiðslu upp á 2,7 milljarða, og þar á meðal 100 milljónir til einkarekinna fjölmiðla, til þeirrar spurningar sem ég spyr um hagsmunaárekstra og þeirra ummæla sem hafa komið fram í fjölmiðlum benda til þess að það sé einfaldlega verið að hlaupast undan því sem upprunalega var ákveðið og reynt að fela; að það væri í rauninni bara einn beinn styrkur til N4 á Akureyri.