Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:15]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að hér sé verið að veita fjárheimild fyrir breytingartillögu okkar í minni hlutanum sem var samþykkt í gær í breiðri sátt á Alþingi. Þetta mun skipta máli fyrir þúsundir heimila, m.a. fyrir fólk sem rétt skreið í gegnum greiðslumat á tímum lágra vaxta en hefur séð greiðslubyrðina aukast, rjúka upp úr öllu valdi. Þetta er breyting sem skiptir miklu máli og mikilvægt að veita fjárheimild fyrir henni.