Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

leigubifreiðaakstur.

167. mál
[15:34]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S):

Virðulegur forseti. Mig langaði fyrst og fremst að koma hingað upp til að minna á að þetta ágæta mál batnaði í frelsisátt í meðförum þingsins og hv. nefndar sem fór með málið. Ég held að það sé ágætt að við minnum okkur á að við erum fær um það innan þessara ágætu veggja að taka ágæt mál og gera þau enn betri með frelsið að leiðarljósi. Ég held að þetta mál verði samfélaginu öllu, bæði þeim sem starfa við það kerfi sem er okkur öllum nauðsynlegt og öllum sem þurfa að nota það, til góðs. Ég segi því já við þessu máli, herra forseti, og þakka fyrir þessa góðu framför málsins.