Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 52. fundur,  16. des. 2022.

skattar og gjöld.

579. mál
[16:39]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér leggur formaður efnahags- og viðskiptanefndar fram breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, fjöldatakmörk vistvænna ökutækja o.fl.). Með breytingunni er lagt til að 22. gr. frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (kaupréttur, mútubrot o.fl.), sem var í máli nr. 432, verði tekin upp í frumvarpi í máli nr. 579. Mikilvægt er að ákvæðið öðlist gildi sem fyrst vegna tvíhliða skuldbindinga íslenska ríkisins við Bretland. Ákvæðið þýðir að staða Bretlands sé eins og hún var áður en ríkið gekk úr ESB.