Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 53. fundur,  23. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[15:59]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil bara taka undir þessa beiðni. Það er auðvitað með ólíkindum að þetta mál sé komið hérna á dagskrá án þess að hæstv. ráðherra sé einu sinni á landinu, þar sem það hefur komið skýrt fram að þetta mál varðar hans málaflokk, ekki bara óbeint heldur beint, mjög beint. Það er mjög brýnt að við fáum hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra inn í þessa umræðu og það læðist að manni sú hugsun hvort það sé ekki tilviljun að hann sé ekki hér þegar þetta mál er rætt. Það er mögulega þannig hjá hæstv. ríkisstjórn að hún telji hvern ráðherrar bera ábyrgð á sínum málaflokki og restinni komi það ekki við og þannig haldist þetta samstarf í gangi. En það vill svo til að þetta frumvarp varðar málaflokk hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra beint, ekki óbeint.