Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[17:06]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og upplesturinn af Facebook. Ég verð að segja að VG er stór, öflug og mjög fjölbreytt hreyfing. Hvað ætlar þingflokkur VG eða Jódís Skúladóttir að gera? Nákvæmlega það sem hún taldi upp áðan í ræðu sinni. Ég ætla að vinna áfram að því að gera frumvarpið betra.

Hv. þingmaður vísaði hér í orð oddvita hreyfingarinnar og þá varð mér hugsað til þáttar í sjónvarpinu í gær hvar stór hópur Íslendinga varð um miðja nótt að flýja heimili sitt vegna eldgosa. Við þekkjum þetta alveg. Við vitum hvernig þetta er. Þetta snýst ekki um að við skiljum ekki eða viljum ekki. Við erum bara að reyna að koma hér á skilvirku kerfi þannig að við getum hjálpað sem flestum en að við raunverulega getum hjálpað þeim. Það er ekki mín skoðun að hér eigi að vera opin landamæri af því að það er hvorki samfélaginu né þeim sem hingað leita til hagsbóta.