Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:35]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta allsh.- og menntmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir hvatningu hv. þm. Gísla Rafns Ólafssonar. Ég veit að hæstv. ráðherrar eru oft uppteknir, það eru borðar að klippa og það eru fundir að sitja og ræður að halda. En í þessu tilviki þætti mér eðlilegt að hæstv. félagsmálaráðherra og raunar hæstv. dómsmálaráðherra líka forgangsröðuðu með þeim hætti að mæta þinginu og útskýra fyrir okkur sem sitjum hér og reynum að átta okkur á umræðunni hver afstaðan er, hver staðan á þessu máli er. Það væri gagn í því fyrir Alþingi Íslendinga að í þessu tilviki, í ljósi þess hvernig mál hafa þróast og í ljósi misvísandi skilaboða frá ráðherrum, slepptu þeir eins og einum fundi einhvers staðar úti í bæ og kæmu og skýrðu málin aðeins fyrir okkur hér á Alþingi.