Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[12:36]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar að taka undir með hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem í andsvari sínu hér áðan talaði um þátttöku stjórnarþingmanna í umræðum hér. Mig langar fyrst að þakka hv. þingmönnum Guðrúnu Hafsteinsdóttur og Ágústi Bjarna Garðarssyni fyrir að vera með okkur í salnum. Við metum það mikils en við hefðum gjarnan viljað sjá fleiri þingmenn úr stjórnarflokkunum, sér í lagi úr Vinstri grænum sem virðast bara alls ekki hafa verið hér, enda er hægt að sjá það á vef Alþingis. Ef skoðað er yfirlit yfir ræðutíma og hversu mikil þátttaka hefur verið frá hverjum flokki eru ansi fáir úr Vinstri grænum sem hafa komið hingað upp og ég sakna þess þar sem það virðist vera að sá flokkur hafi ákveðnar skoðanir um þetta mál og við myndum gjarnan vilja fá þær hér í umræðuna (Forseti hringir.) en ekki að heill þingflokkur sé orðinn að flóttafólki.