Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 56. fundur,  26. jan. 2023.

útlendingar.

382. mál
[19:06]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta allsh.- og menntmn. (Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Frá því að síðast var skipt um forseta hér í stóli hafa eingöngu þingmenn Pírata verið í þessum þingsal. Ykkur sem heima sitjið og sjáið ekki þingsalinn upplýsi ég um þetta. Þetta minnir mig á það að ég hef heyrt því fleygt, því hefur verið kjaftað í mig, að það orð sé notað innan ákveðinna flokka að andstaðan við þetta frumvarp sé einhvers konar píratapopúlismi, þetta séu Píratar eitthvað að reyna að fella ríkisstjórnina. Því fer fjarri, ég vil bara taka það fram. Ef fólk velkist í einhverjum vafa um að þingmenn Pírata standi ekki einir gegn þessu frumvarpi þá hvet ég fólk til að lesa þær rúmlega 20 umsagnir sem bárust um þetta mál til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem allar þær athugasemdir sem við erum að gera hér voru settar fram. Það eru gríðarlega (Forseti hringir.) miklar áhyggjur af þessu frumvarpi hjá aðilum sem vita hvað þeir eru að tala um, (Forseti hringir.) njóta virðingar í samfélaginu og eru sannarlega ekki að stunda neinn píratapopúlisma.