Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 60. fundur,  3. feb. 2023.

sala á flugvél Landhelgisgæslunnar.

[10:36]
Horfa

Dagbjört Hákonardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég spyr: Til hvers eru fjárlaganefndir? Til hvers er fjárlaganefnd Alþingis ef ekki til þess að fá í hendur upplýsingar sem gefa rétta og raunhæfa mynd af fjárhagsstöðu ríkisstofnana og áætlunum þeirra og hvað þurfi til til þess að þær geti starfað? Þessar upplýsingar lágu ekki fyrir og og nefndin fór á mis við þessar upplýsingar. Það verður ekki hægt að halda öðru fram. Ég hélt bara í barnslegri trú minni að það væri hægt að ganga út frá þessum upplýsingum sem vísum. Hvaða menningu er ríkisstjórnin að skapa gagnvart ríkisstofnunum? Á að biðja fallega og má ekki hafa hátt? Ég spyr.