153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

samningar vegna liðskiptaaðgerða.

[15:46]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Við munum áfram fylgjast með þessu, hygg ég. Ég ætla að nota seinni spurningu mína í allt annað og venda kvæði mínu aldeilis í kross og tala aðeins um tæknifrjóvganir. Ég hef í tvígang lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun í meira í frelsisátt og við ráðherra höfum svo sem rætt þetta áður, en hann hefur nýlega lagt fram frumvarp sem tekur á ljótri reglu í íslenskum lögum sem pínir fólk til að eyða kynfrumum og fósturvísum sínum við sambúðarslit eða andlát. Ég vil fá að endurtaka það enn og aftur að ég fagna gríðarlega þessu frumvarpi ráðherra. Ég fór reyndar aðra leið að því en hann í mínu frumvarpi, þá að aftengja hreinlega ákvæðið um sambúð, en ég býst við að velferðarnefnd muni finna eitthvað út úr því í sinni vinnu. Mig langar að spyrja: Er útilokað í huga ráðherra að leyfa gjöf á fósturvísum, eins og ég lagði fram í mínu frumvarpi en er ekki að finna í frumvarpi ráðherra?