Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. .

784. mál
[20:09]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég velti nú fyrir mér hvort hæstv. dómsmálaráðherra hafi verið að gera einhverjar tilraunir með hugvíkkandi efni á aðstoðarmanni sínum. Í úttekt Ríkisendurskoðunar kemur fram að það hefði þurft að standa betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Meginmarkmið og viðmið hafi verið á reiki, upplýsingagjöf misvísandi, ekki gerðar tilhlýðilegar kröfur til umsjónaraðila, söluráðgjafa og söluaðila, ekki gætt nægilega að meginreglum um gagnsæi, hlutlægni og fullt jafnræði fjárfesta ekki tryggt. Þetta eru niðurstöður Ríkisendurskoðunar. Hvernig í ósköpunum fær hv. þingmaður það út að niðurstaðan hafi verið sú að þetta hafi bara tekist vel og það eigi helst að veita Bankasýslunni orðu? Er hv. þingmaður ekki bara að leika sér að því hérna að stuða fólk, frekar en að tala raunverulega út frá eigin brjósti? Hvernig í ósköpunum fær hv. þingmaður það út að þetta sé niðurstaðan?