Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 78. fundur,  9. mars 2023.

nafnskírteini.

803. mál
[12:24]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég gerir ráð fyrir því að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun sé falið þetta hlutverk að gefa út skírteini til þeirra sem eru í þeirri stöðu að vera með sín mál fyrir Útlendingastofnun, að það sé gert hreinlega til einföldunar fyrir þá aðila þannig að þeir þurfi ekki að fara á marga staði til að sinna sínum málum heldur sé best fyrir þá að geta sótt sína þjónustu varðandi sínar umsóknir um dvöl eða í framtíðinni einnig atvinnuleyfi. Eins og fram hefur komið stendur til að breyta því. Og eins ef menn eru að leita eftir vernd og þurfa að fá einhver skilríki, að þá sé það bara til einföldunar fyrir þá aðila að geta sótt þetta allt á eina stofnun. Ég bara þekki ekki þetta sem hv. þingmaður spyr um varðandi plastkortin. Ég skal bara að kynna mér það. Mér var ekki kunnugt um að það væri einhver skortur á slíku. En það er sjálfsagt að skoða það.