153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.

941. mál
[18:34]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að víkja að varaflugvallargjaldi og spyrja hæstv. ráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, um fyrirkomulag þess, hvort komið hafi til greina við ákvörðun varaflugvallargjalds að loftför yrðu flokkuð sérstaklega. Það fylgir svipað umfang einkaþotum og farþegaflugvélum en ef þú tekur hlutfallslegt gjald af farþegum einkaþotanna þá skilar sér mun lægra gjald til uppbyggingar varaflugvallanna. Einnig langar mig að spyrja út í það að miðað við greinargerð þá er eingöngu getið um Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll og hvort líta megi á þetta sem staðfestingu þess að Reykjavíkurflugvöllur sé orðinn víkjandi og þá eigi að líta til hinna flugvallanna sem aðalvaraflugvalla fyrir Keflavíkursvæðið.