153. löggjafarþing — 123. fundur,  9. júní 2023.

þingfrestun.

[19:27]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Forseti Íslands gjörir kunnugt:

„Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 153. löggjafarþings frá 9. júní 2023, eða síðar ef nauðsyn krefur, til 12. september 2023.

Gjört í Reykjavík, 8. júní 2023.

Guðni Th. Jóhannesson.

_________________

Katrín Jakobsdóttir.

 

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis hér fyrr í kvöld lýsi ég því yfir að fundum Alþingis 153. löggjafarþings er frestað.

Ég vil nýta þetta tækifæri og þakka hv. alþingismönnum fyrir prýðilegt samstarf á þessu þingi og þakka enn fremur starfsfólki þingsins sérstaklega fyrir vel unnin störf. Ég óska öllum hér í húsi góðrar heimferðar og gleðilegs sumars.