154. löggjafarþing — 50. fundur,  14. des. 2023.

niðurstöður PISA-könnunar.

[10:40]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Mig langar hér við þetta tilefni að ræða við hæstv. menntamálaráðherra um niðurstöður PISA-könnunarinnar og tengda þætti. Manni sýnist að einn þeirra þátta sem hljóta að koma til skoðunar við þetta mikla fall sem við höfum verið að tala um undanfarna daga í árangri ungra barna í þessari PISA-könnun, sé tímasetning þess er samræmd próf voru afnumin. Mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hver afstaða hans er til samræmdu prófanna. Telur hann að það hafi verið skynsamlegt að afnema þau á sínum tíma og hver er afstaða hans til þess að taka þau upp aftur?