154. löggjafarþing — 51. fundur,  15. des. 2023.

stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025.

234. mál
[13:42]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við áttum góða umræðu í gær um þetta mikilvæga mál og þá stefnu sem hér er boðuð. Ég tek undir það sem kemur frá hæstv. ráðherra um að hér hafi fjárveitingar aukist gríðarlega til þessa málaflokks frá því fyrir Covid. Við fórum í mikið átak í fjáraukanum í byrjun 2020 sem Covid-aðgerð. Það ber líka að geta þess að það kerfi sem við erum í í dag varðandi nýsköpun og þróun fyrirtækja, endurgreiðslur, þær eru gríðarlegar og fara vaxandi þrátt fyrir þetta og eru að vaxa mikið. Ég vil kannski benda á það sem hefur komið fram hjá okkar öflugustu nýsköpunarfyrirtækjum í landinu, Kerecis, Controlant og fleirum, sem hafa verið að vísa nákvæmlega í þetta á þessu ári, að það er hvergi betra að standa í nýsköpun á jörðu hér fyrir fyrirtæki heldur en á Íslandi. Þetta er búið að koma margítrekað fram frá stjórnendum þessara fyrirtækja á þessu ári og rétt að hafa það í huga þegar við ræðum þessi mál.