154. löggjafarþing — 72. fundur,  13. feb. 2024.

Áhrif náttúruhamfara á innviði á Suðurnesjum, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[14:59]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Mig langar kannski að byrja á því að leiðrétta hv. þm. Oddnýju Harðardóttur þegar hún nefnir að þessi fyrirtæki séu öll í einkaeigu. Ég vil bara minna á það að HS Veitur eru í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar þannig að HS Veitur eru að meiri hluta í opinberri eigu til viðbótar við þá lífeyrissjóði sem þar eiga í hlut.

Við erum með fyrirtæki þarna sem njóta í raun og veru einokunar. Við getum í sjálfu sér keypt rafmagn frá öðrum en HS Orku en við getum ekki keypt heitt vatn frá öðrum en HS Orku og HS Veitur eru einokunarfyrirtæki í dreifingu á Suðurnesjum. Maður veltir því fyrir sér: Er ekki eðlilegt að það séu gerðar meiri kröfur á þessi fyrirtæki sem sinna þessari grunnþjónustu af því að þau eru í einokunarstöðu og neyða íbúana til að versla við þau?