154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

framboð til forseta Íslands.

[15:22]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Í kjördæmavikunni, sem var vel heppnuð, dundi á mér spurning sem ég gat alls ekki svarað. Það var alveg ótrúlegur fjöldi sem spurði mig alltaf þessarar sömu spurningar og því hef ég ákveðið að spyrja hæstv. forsætisráðherra um það, vegna þess að ég held að hún sé sú eina sem getur svarað þessari spurningu. Þessi spurning varðar framboð til forseta Íslands. Það liggur í augum uppi að ef hæstv. forsætisráðherra myndi fara í framboð til forseta Íslands hefði það veruleg áhrif á sitjandi ríkisstjórn og framtíð hennar. Ég spyr því hæstv. forsætisráðherra: Ætlar þú í framboð til forseta Íslands? [Hlátur í þingsal.] Nei eða já, af eða á.