154. löggjafarþing — 95. fundur,  15. apr. 2024.

breyting á búvörulögum.

[15:32]
Horfa

Ingibjörg Isaksen (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmönnum að það er mikilvægt að hér sé vandað til verka þegar við erum að setja lög. Ég er því miður ekki í atvinnuveganefnd og formaður atvinnuveganefndar er því miður veikur heima hjá sér og ekki hér til svara. En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef varðandi málsmeðferðina á þessu tiltekna máli þá skilst mér að jú, það hafi verið leitað ráða hjá sérfræðingum utan þingsins en vinnan hafi farið fram á nefndasviði þar sem fengin var hjálp hjá starfsmönnum þingflokka og mig langar til að biðja nefndarmenn í atvinnuveganefnd að leiðrétta mig ef hér er rangt farið með mál. En mér skilst einnig að nefndarálitið hafi legið í rúma fjóra sólarhringa hjá minni hluta atvinnuveganefndar áður en að það fór til skráningar, bara svo því sé haldið til haga.