Laun og starfskjör þingmanna

Fastar mánaðarlegar kostnaðargreiðslur

Ýmis útgjöld leiða af þingmannsstarfinu. Þessum útgjöldum er að hluta til mætt með tilteknum föstum greiðslum. Það fer eftir aðstæðum hvers þingmanns, t.d. úr hvaða kjördæmi hann er, að hve miklu leyti hann nýtur fastra greiðslna. Það er forsætisnefnd Alþingis sem setur reglur um þessar greiðslur, sjá reglur um þingfararkostnað.