Laun og starfskjör þingmanna

Ferðir á eigin bifreið

Þegar alþingismaður ekur eigin bifreið er honum greitt km-gjald samkvæmt reglum ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytisins. Þingmaður færir akstursbók, sem skrifstofan lætur í té, til stuðnings endurgreiðslu fyrir akstur eigin bifreiðar.

Þegar alþingismaður notar einkabifreið til aksturs milli staða þar sem kostur er á flugi skal hann að jafnaði fá greitt sem nemur flugfari fyrir ferðina.