Laun og starfskjör þingmanna

Gistikostnaður

Fullir dagpeningar samkvæmt úrskurði ferðakostnaðarnefndar eru lagðir inn á reikning þingmanns á brottfarardegi eða næsta virkan dag á eftir. Þingmenn greiða gistikostnað af dagpeningum sem og ferðir til og frá flugvöllum heima og erlendis. Þingmönnum er heimilt að senda hótelreikninga til fjármálaskrifstofu eftir hverja utanferð til uppgjörs. Fari gistikostnaður yfir helming dagpeninga fá þeir mismuninn greiddan.