Laun og starfskjör þingmanna
Laun (þingfararkaup)
Föst laun alþingismanna eru ákvörðuð í lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, sbr. 15. gr. laga 88/1995, um þingfararkaup þingmanna og þingfararkostnað. Laun ráðherra eru ákvörðuð í lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011 .
Forseti Alþingis nýtur sömu launa- og starfskjara og ráðherrar, sbr. 2. gr. laga 88/1995, um þingfararkaup þingmanna og þingfararkostnað.