5.2.2009

Á þingi í 30 og 25 ár

Hinn 10. október síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn, en það var 10. október 1978. Sama dag voru liðin 25 ár frá því að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra settist fyrst á þing, en það var 10. október 1983.

Til stóð að minnast þessara tímamóta með móttöku í fyrrahaust, en aðstæður ollu því að henni var frestað. Á síðasta starfsdegi sínum sem forseti Alþingis afhenti Sturla Böðvarsson þeim Jóhönnu og Steingrími bókagjöf frá Alþingi í tilefni af þessum þingafmælum.