36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. febrúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:29
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:27
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:36

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerðir 34 og 35 voru samþykktar.

2) 376. mál - Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Páll Heiðar Halldórsson og Björn Halldórsson frá Ríkislögreglustjóra. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi álit sitt. Að áliti nefndarinnar standa UBK, LínS, PVB, VilÁ, ELA, JMS, GuðbH og BjG.

3) 430. mál - meðferð sakamála og lögreglulög Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Páll Heiðar Halldórsson og Björn Halldórsson frá Ríkislögreglustjora, Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjunum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Jón H.B. Snorrason frá lögreglustjóraembættinu á höfuðborgarsvæðinu og Jóna Björk Guðnadóttir og Guðmundur Ingólfsson frá samtökum fjármálafyrirtækja. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Kl. 9:20 Ríkislögreglustjóri (Páll Heiðar Halldórsson og Björn Halldórsson). Kl. 9:40 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Ólafur Helgi Kjartansson). Kl. 10:00 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Sigríður Björk Guðjónsdóttir). Kl. 10:20 Samtök fjármálafyrirtækja (Jóna Björk Guðnadóttir).

4) 426. mál - grunnskólar Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Loftsson frá félagi grunnskólakennara, Áslaug Hulda Jónsdóttir frá samtökum sjálfstæðra skóla og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar- og þjónustu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Tilskipun 2013/55/ESB er varðar gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkismálaráðuneytinu. Fóru þau yfir tilskipunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður í máli 339., orlof húsmæðra. Það var samþykkt.
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður í máli 389., mannanöfn. Það var samþykkt.
Borin var upp sú tillaga að Bjarkey Gunnarsdóttir yrði framsögumaður í máli 108., Fjölmiðlar. Það var samþykkt.
Borin var upp sú tillaga að Jóhanna María Sigmundsdóttir yrði framsögðumaður í máli 466., Réttindi fatlaðs fólks. Það var samþykkt.
Borin var upp sú tillaga að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður í máli 463., handtaka og afhending manna. Það var samþykkt.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40