54. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 10. maí 2024 kl. 13:00


Mætt:

Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 13:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 14:50
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00

Ásmundur Friðriksson vék af fundi 14:00 - 14:30, Birgir Þórarinsson vék af fundi 14:00 - 14:30, Eva Dögg Davíðsdóttir vék af fundi 14:30, Ingibjörg Isaksen vék af fundi 14:51. Inga Sæland og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 930. mál - lagareldi Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnlaug Stefánsson og Óttar Yngvason frá Laxinn lifir, Halldór Jörgensson og Hrannar Pétursson frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, Finn Richart Andrason, Snorra Hallgrímsson og Sæunni Júlíu Sigurjónsdóttur frá Ungum umhverfissinnum og Jónas Jónasson og Benedikt Hálfdánarson frá Benchmark Genetics.

3) 348. mál - raforkulög Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið. Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Undir nefndarálit meiri hluta rita Óli Björn Kárason, Ásmundur Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Eva Dögg Davíðsdóttir skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa, Helgi Héðinsson og Ingibjörg Isaksen.

4) 937. mál - listamannalaun Kl. 16:05
Tillaga um að vísa málinu til allsherjar- og menntamálanefndar, sbr. 3. mgr. 23. gr. þingskapa, var samþykkt af meiri hluta nefndar, Ásmundi Friðrikssyni, Birgi Þórarinssyni, Helga Héðinssyni, Hönnu Katrínu Friðriksson og Óla Birni Kárasyni.

5) Önnur mál Kl. 16:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00