19. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í , mánudaginn 2. september 2013 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

ÞorS og JÞÓ boðuðu forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Heimsóknir. Kl. 08:30
Nefndin fór í dagsferð um Suðvesturland.
Kl. 9. Kynning á starfsemi Ísfugls (Reykjabúsins) við Reykjaveg í Mosfellsbæ. Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir tóku á móti nefndinni.
Kl. 11. Kynning á starfsemi svínabúsins að Vallá (Stjörnugrís). Geir Gunnar Geirsson tók á móti nefndinni.
Kl. 13.00. Hádegisverður á Kaffi Kjós. Þar fundaði nefndin með Sigurði Loftssyni formanni Landssambands kúabænda og Eiríki Blöndal framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands.
Kl. 14.00. Farið að Hálsi í Kjós. Þórarinn Jónsson kynnti framleiðslu sína á nautakjöti. Með honum var Sigurður Örn Hilmarsson frá Sogni.
Kl. 15. Farið að Neðri-Hálsi til að fræðast um framleiðslu á lífrænni mjólk. Kristjánn Oddsson kynnti búskapinn.
Kl. 16. Ekið til Akraness og farið í heimsókn í Þorgeir og Ellert hf (skipasmíðastöð) og Skagann sem framleiðir útbúnað til vinnslu matvæla. Ingólfur Árnason tók á móti nefndinni.
Kl. 18. Ekið í Hvalfjörð og fræðst um starfsemi Hvals hf. Kristján Loftsson tók á móti nefndinni.
Lagt var af stað til baka um kl. 21.

2) Önnur mál. Kl. 22:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 22:00