21. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. febrúar 2016 kl. 09:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 11:45
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:20
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 10:00

KLM vék af fundi kl. 13:15.
ÁsF vék af fundi kl. 11:45.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 457. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Helenu Þ. Karlsdóttur og Ólöfu Ýrr Atladóttur frá Ferðamálastofu, Sigurlaugu Gissurardóttur og Guðmund H. Helgason frá Ferðaþjónustu bænda, Níels Sigurð Olgeirsson og Guðrúnu Elvu Hjörleifsdóttir frá Matvís, Guðjón Bragason og Vigdísi Hasler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bjarna Guðmundsson og Gunnar Þorgeirsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Þórólf Halldórsson sýslumann á höfuðborgarsvæðinu og Sigurð Hafstað frá embætti hans.

2) 372. mál - stefna um nýfjárfestingar Kl. 11:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árna Finnsson og Hildi Knútsdóttur frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

3) Meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006. Kl. 12:15
Farið var yfir skýrslu um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006.

4) Önnur mál Kl. 13:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:35