41. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. mars 2020 kl. 09:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 10:08
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:25
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson boðuðu forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Líneik Anna Sævarsdóttir, sem sat fundinn í fjarveru Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, vék af fundi kl. 09:50.
Halla Signý Kristjánsdóttir var á símafundi með nefndinni frá kl. 10:08.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 31. fundar og 38. - 40. fundar voru samþykktar.

2) Eftirlit með kjöt- og mjólkurframleiðslu Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Iðunn Guðjónsdóttir og Linda Fanney Valgeirsdóttir. Fjölluðu þær um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 596. mál - endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar mætti Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fjallaði hún um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Staða sjókvíaeldis á Vestfjörðum Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Kjartan Ólafsson og Ómar Grétarsson frá Arnarlaxi hf. Fjölluðu þeir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08