73. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. júní 2020 kl. 19:05


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 19:05
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 19:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 19:20
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 19:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 19:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 19:05
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 19:05
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 19:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur (HSK), kl. 19:05

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:05
Dagskrárlið frestað.

2) 944. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir Kl. 19:05
Nefndin fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 20:00
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:05