19. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. desember 2023 kl. 09:00


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) 483. mál - dýrasjúkdómar o.fl. Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Viktor Pálsson frá Matvælastofnun og Gunnar Þorgeirsson, Hilmar Vilberg Gylfason og Katrínu Pétursdóttur frá Bændasamtökum Íslands.

3) 505. mál - búvörulög Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Þorgeirsson, Hilmar Vilberg Gylfason, Sverri Fal Björnsson, Katrínu Pétursdóttur, Rafn Bergsson og Trausta Hjálmarsson frá Bændasamtökum Íslands.

4) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 11:00
Nefndin afgreiddi umsögn um málið til allsherjar- og menntamálanefndar, sbr. 3. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Allir viðstaddir nefndarmenn studdu umsögnina.

5) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15