40. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2012 kl. 09:05


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:05
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:07
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:17
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:05
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:05

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:06
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt með athugasemdum.

2) Fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrám rafmagnsverðs. - Lagaumhverfi, reglugerðir og skilgreiningar. Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Ingvi Már Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu, Sveinn Sæland og Bjarni Jónsson frá Sambandi garðyrkjubænda, Gunnlaugur Karlsson frá Sölufélagi Garðyrkjubænda og Tryggvi Þór Haraldsson frá RARIK. Gestirnir kynntu nefndinni uppbyggingu raforkukostnaðar garðyrkjubænda og mögulegar leiðir til breytingar á henni. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 10:56
Fyrir fundinn voru lögð drög að áliti nefndarinnar um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Tilkynnt var að ÓÞ og JónG væru fylgjandi afgreiðslu málsins á grundvelli 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðastarfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) Önnur mál. Kl. 11:06
ÓÞ var fjarverandi.
ÞSa var fjarverandi hluta fundarins vegna fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
JónG yfirgaf fundinn kl. 10:49.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:06