50. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. febrúar 2013 kl. 19:19


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 19:19
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir SIJ, kl. 19:19
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 19:19
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 19:19
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:19
Logi Már Einarsson (LME), kl. 19:19
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir BVG, kl. 19:57
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 19:19

ÞSa var fjarverandi en lýsti afstöðu sinni til afgreiðslu 570. máls í gegnum síma.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 20:17
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur.

2) 570. mál - stjórn fiskveiða Kl. 19:11
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson og Hinrik Greipsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu hugmyndir framsögumanns um tillögu til breytingar á þingmálinu og svöruðu spurningnum nefndarmanna að því loknu.
LRM lagði fram drög að nefndaráliti um máli. Þá lagði LRM fram tillögu um málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum LRM, ÓÞ, JRG, LME og ÓGunn. EKG, JónG og GBS greiddu atkvæði gegn tillögunni. ÞSa lýsti afstöðu sinni í gegnum síma, lagðist gegn tillögunni og vísaði til bókunar sem hann lagði fram á 49. fundi nefndarinnar.
GBS lagði fram eftirfarandi bókun:
"Gunnar Bragi Sveinsson mótmælir því harðlega að málið sé afgreitt úr nefndinni í kvöld. Enn á fjöldi gesta eftir að koma fyrir nefndina, t.d. sveitarfélög, hagsmunaaðilar o.fl. Þá liggur ekki fyrir álit sérfræðinga varðandi hagræn áhrif frumvarpsins svo fátt eitt sé nefnt."

3) 447. mál - stjórn fiskveiða Kl. 19:11
Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson og Hinrik Greipsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu hugmyndir framsögumanns um tillögu til breytingar á þingmálinu og svöruðu spurningnum nefndarmanna að því loknu.
LRM lagði fram drög að nefndaráliti um máli. Þá lagði LRM fram tillögu um málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum LRM, ÓÞ, JRG, LME og ÓGunn. EKG, JónG og GBS greiddu atkvæði gegn tillögunni.

4) Önnur mál. Kl. 20:17
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 20:17