13. fundur
atvinnuveganefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerðir 11. og 12. fundar voru samþykktar.

2) 107. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Gunnlaug Júlíusson frá Samband ísl. sveitarfélaga, Val Hafþórsson frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Bjarna Má Gylfason frá Samtökum iðnaðarins.

3) 11. mál - ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fundi Margréti Hjálmarsdóttur frá Einkaleyfastofunni, Eirík Svavarsson frá Lögmannafélagi Íslands og Ingvar Rögnvaldsson og Jón Ásgeir Tryggvason frá embætti ríkisskattstjóra.

4) 16. mál - hagnýting internetsins og réttindavernd netnotenda Kl. 11:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Mörð Ingólfsson (símafundur).

5) 158. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 11:35
Frestað.

6) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40